Vinsamlegast athugið.

Vakin er athygli á ákvæðum 11. gr. reglugerðar nr. 240/2019 um notendastýrða persónulega aðstoð, en þar stendur „Notandi/verkstjórnandi með NPA, aðstoðarfólk og aðstoðarverkstjórnendur skulu sækja grunn­námskeið og framhaldsnámskeið skv. 1. mgr. um leið og kostur er eftir að umsókn um NPA hefur verið samþykkt eða aðstoðarfólk ráðið til starfa.“
Allir hafa nú tækifæri til sækja NPA námskeiðin

Opnað hefur verið fyrir þátttakendur á grunn- og framhaldsnámskeið um NPA. Hér gefst því öllum þeim sem ekki hafa tekið grunn- og framhaldsnámskeið í NPA og koma að gildandi NPA samningi tækifæri til þess til þess að ljúka þeim fyrir 20. desember næstkomandi.


Námskeiðsþátttaka þeirra sem koma að samningum sem gerðir eru vegna 2021

Vegna nýrra NPA samninga sem gerðir eru vegna ársins 2021 er gert ráð fyrir að staðfest þátttaka þátttakanda um lok námskeiða um NPA liggi fyrir 20. desember næstkomandi.
Endurnýjun nýrri og eldri samninga vegna ársins 2022

Við endurnýjun NPA samninga vegna ársins 2022 er gert ráð fyrir að fyrir liggi staðfesting á þátttöku Notanda/verkstjórnanda með NPA, aðstoðarfólks og aðstoðarverkstjórnenda á grunn- og framhaldsnámskeiði um NPA. 

Til að fá aðgang að NPA námskeiði þarf að fylgja staðfesting frá umsýsluaðila eða sveitarfélagi.

Sjá meðfylgjandi umsóknareyðublað sem hægt er að nálgast með því að smella hér á þennan tengil.

Útfyllt umsóknareyðublað þarf að fylgja umsókn um þátttöku og hengja hér við undir innsend skjöl til staðfestingar.